Tenglar

7. janúar 2014 | vefstjori@reykholar.is

Bátar Hjalta sýndir á Gásahátíðinni

Miðaldafólk á Gásum við Eyjafjörð.
Miðaldafólk á Gásum við Eyjafjörð.
1 af 2

Gásakaupstaður við Eyjafjörð hefur samið við Hjalta Hafþórsson bátasmið á Reykhólum um að tveir bátar sem hann hefur smíðað verði hluti af leikmynd Gásahátíðar sem haldin er árlega og stendur í nokkra daga. Þar verði þeir bæði til sýnis og notkunar. Um er að ræða endurgerð Vatnsdalsbátsins frá 10. öld og bátinn Króka-Ref sem er endurgerð báta frá 14.-15. öld.

 

Fyrirmynd Vatnsdalsbátsins fannst í bátskumli (gröf úr heiðnum sið) í Vatnsdal við sunnanverðan Patreksfjörð árið 1964 en fyrirmynd Króka-Refs er að finna í Jónsbókarhandriti. Bátasmíðar þessar eru fyrstu tilraunir til að endurskapa þær bátagerðir sem notaðar voru hérlendis í öndverðu og fram eftir öldum.

 

„Yfir þessum skipakosti er ekki ljómi víkingaskipa né víkingaaldar, en hann ber í gerð sinni og notkun vitni um góð atvinnutæki eyþjóðar og hæfileika hennar til að stjórna þessum skipum,“ segir Hjalti Hafþórsson. „Það er því mjög ánægjulegt að nú verði hægt að sýna báta byggða á okkar sögu á Gásum á næstu árum, en á hátíðina koma á þriðja þúsund ferðamenn árlega, bæði innlendir og erlendir.“

 

05.08.2013 Miðaldafólk frá Reykhólum í kaupstaðarferð

 30.08.2012 Fullt út úr dyrum að fylgjast með smíðinni

 31.05.2012 Styrkur til endursmíði báts frá árdögum Íslendinga

Gásakaupstaður

 

Bátasmíðavefur Hjalta Hafþórssonar

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Mars 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31