Tenglar

15. desember 2010 |

Bátasafn Breiðafjarðar á Reykhólum fékk 750.000

Mörg þeirra sem styrki hlutu ásamt Jóni Jónssyni, menningarfulltrúa Vestfjarða, fyrir utan Melrakkasetrið í Súðavík.
Mörg þeirra sem styrki hlutu ásamt Jóni Jónssyni, menningarfulltrúa Vestfjarða, fyrir utan Melrakkasetrið í Súðavík.
Seinni styrkúthlutun Menningarráðs Vestfjarða á árinu 2010 fór fram við hátíðlega athöfn á Melrakkasetrinu í Súðavík um helgina. Meðal þeirra sem hæstu styrkina hlutu er Félag áhugamanna um Bátasafn Breiðafjarðar á Reykhólum sem fær kr. 750 þúsund. Við athöfnina var flutt tónlist og haldin erindi, Melrakkasetrið kynnt og skoðað, auk þess sem styrkvilyrði voru afhent og að sjálfsögðu boðið upp á kaffi og með því á eftir. Umsóknir sem komu til afgreiðslu að þessu sinni voru 78 talsins en alls fengu 30 verkefni stuðning að upphæð kr. 13.090.000 samtals.

 

Þrjú verkefni fengu milljón í styrk að þessu sinni. Tvö þeirra snúast um samstarf við stofnanir á landsvísu og út fyrir landsteinana og stórar norrænar samkomur á Vestfjörðum á næsta ári. Annars vegar var þar styrkur til Þjóðbúningafélags Vestfjarða til að standa fyrir norrænum handverkssumarbúðum á Þingeyri og hins vegar til Félags sagnaþula til að standa fyrir norrænu sagnaþingi, einnig á Þingeyri. Þriðja verkefnið sem fékk milljón að þessu sinni var Skrímslasetrið á Bíldudal fyrir vinnu að öðrum áfanga í sýningu setursins.

 

Menningarráð Vestfjarða auglýsir aftur eftir styrkumsóknum snemma á nýju ári og eru allir hvattir til að fara tímanlega að huga að spennandi verkefnum og áætlanagerð.

 

Eftirtaldir aðilar og verkefni fengu stuðning frá Menningarráði Vestfjarða í desember 2010:

 

     - Þjóðbúningafélag Vestfjarða: Norrænar handverkssumarbúðir á Þingeyri - 1.000.000

     - Félag sagnaþula: Norrænt sagnaþing á Þingeyri - 1.000.000

     - Félag áhugamanna um skrímslasetur: Uppbygging á öðrum hluta Skrímslasetursins, kafbátur og göng - 1.000.000

     - Kómedíuleikhúsið: Vestfirskur skáldskapur á 57 mín - 750.000

     - Félag áhugamanna um Bátasafn Breiðafjarðar: Uppsetning sýningar á Bátasafninu á Reykhólum í samstarfi við Minjasafnið á Hnjóti - 750.000

     - Fjölnir Már Baldursson: Búum til vestfirskt tungl - 600.000

     - Íþróttafélagið Höfrungur, leikdeild: Höfrungur á leiksviði - 600.000

     - Melrakkasetur Íslands: Efling sýningar Melrakkaseturs Íslands - 600.000

     - Smári Gunnarsson og Leikfélag Hólmavíkur: Skjaldbakan - 600.000

     - Menningarmiðstöðin Edinborg: Listviðburðir í Edinborgarhúsi - 600.000

     - Magnús Hávarðarson: Sönglagakeppni Vestfjarða 2011 - 600.000

     - Karl Ásgeirsson og Guðlaug Jónsdóttir: Veisla að vestan - vestfirsk matarmenning - 500.000

     - Félag um endurreisn listasafns Samúels Jónssonar í Selárdal: Sambahátíð - listahátíð til styrktar listasafni Samúels Jónssonar að Brautarholti í Selárdal - 500.000

     - Bláus Art ehf: Ferðin heim - 400.000

     - Þjóðfræðistofa: Húmorsþing - Vetrarhátíð á Ströndum - 300.000

     - Act alone: Vestfirska leikárið 2010-2011 - 300.000

     - Friðþjófur Þorsteinsson: Samantekt og úrvinnsla á tæknilegum upplýsingum fyrir ísfirsk menningar- og samkomuhús - 300.000

     - Páll Ernisson: Baráttan um Djúpið - Spil fyrir alla fjölskylduna - 300.000

     - Simbahöllin ehf: International residency of artists in Þingeyri 2011 - 300.000

     - Marsibil G. Kristjánsdóttir: Einstök hús - 300.000

     - Minjasafn Egils Ólafssonar: Nútíminn verður til - 250.000

     - Magnús Hávarðarson: Útgáfa geisladisks með 14 lögum úr Sönglagakeppni Vestfjarða 2010 - 250.000

     - Tónlistarskóli Ísafjarðar: Árstíðir Vivaldis á Vestfjörðum - 200.000

     - Félag um Snjáfjallasetur: Kaldalónstónar - dagskrá á Hólmavík - 200.000

     - Magnús Óskarsson: Gerð leirmynda af skrímslasögum - 200.000

     - Malgorzata Lilja Nowak: Kórvilla á Vestfjörðum - 200.000

     - Skiptá, áhugamannafélag um menningu og listir: Tónleikahald á Vestfjörðum - 100.000

      - Rafn Hafliðason: Fjölskylduböndin - desemberuppbót - 70.000

     - Hafdís Ósk Gísladóttir: Fóður í firði, ljósmyndasýning og gjörningur - 70.000

 

Vefur Bátasafns Breiðafjarðar

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30