Bátasafnsfélagið hyggur á bátaskýli við Reykhólahöfn
Á fundi skipulags-, bygginga-, húsnæðis- og hafnarnefndar Reykhólahrepps í gær var tekin fyrir umsókn frá Áhugamannafélagi um bátasafn Breiðafjarðar um lóð við Reykhólahöfn undir 540 fermetra bátaskýli. Erindið var afgreitt með þeim hætti, að samþykkt var að fara í nauðsynlega undirbúningsvinnu vegna lóðarinnar en afgreiðslu umsóknarinnar að öðru leyti frestað.
Viðamesta málið á fundi nefndarinnar í gær voru fjölmargar athugasemdir sem bárust vegna deiliskipulags fyrir Tröllenda í Flatey.
Fundargerðina - eins og aðrar fundargerðir hreppsnefndar Reykhólahrepps og undirnefnda hans - er að finna í reitnum Fundargerðir hér neðst til vinstri á vefnum.
03.12.2011 Sextán athugasemdir vegna fjögurra lóða
20.09.2011 Deiliskipulag fyrir Tröllenda í Flatey auglýst
Vefur Félags áhugamanna um bátasafn Breiðafjarðar