22. október 2014 | vefstjori@reykholar.is
Bátasmíðafræði og nokkuð fornfáleg skrifstofa
Hjalti Hafþórsson á Reykhólum hefur að undanförnu sett nýtt efni af ýmsu tagi ásamt fjölda skemmtilegra mynda inn á bátasmíðavefinn sinn. Þar má meðal annars finna skýringar á samsettu myndinni sem hér fylgir. Vefurinn er að langmestu leyti helgaður áhugamáli Hjalta, bátasmíði að fornum hætti og rannsóknum á bátasmíðum hérlendis og í Norðurálfu yfirleitt síðustu þúsund árin eða svo. Þó slæðast stundum með persónulegar myndir sem hafa ekkert með þá fræðigrein að gera.
Þannig tók hann fyrir skömmu mynd af Ingibjörgu Birnu Erlingsdóttur konu sinni, sveitarstjóra Reykhólahrepps, og setti inn á vefinn (mynd nr. 2). Eins og sjá má er ekki mikið um rándýra nýmóðins vitleysu í tækjabúnaðinum á þessum kontór.
► Bátasmíðavefur Hjalta Hafþórssonar
Hrefna Hugósdóttir, fimmtudagur 23 oktber kl: 22:24
Ég sé fyrir mér gebbað kaffihús og tónleikasal í þessari fallegu bláu höll, ég hef horft girndaraugum á húsið í hvert skipti sem ég hleyp framhjá því.