Tenglar

26. júní 2015 |

Bauja færð til og Baldur fór utan í klett

Breiðafjarðarferjan Baldur.
Breiðafjarðarferjan Baldur.

Breiðafjarðarferjan Baldur tók niðri á leið sinni yfir Breiðafjörðinn fyrir nokkrum dögum. Töluverðar skemmdir urðu á skipinu en þó verða engar frátafir. Óhappið má væntanlega rekja til þess að siglingabauja var færð til fyrir einhver mannleg mistök. „Skipið strandaði ekki heldur fór utan í klett,“ segir Pétur Ágústsson, framkvæmdastjóri Sæferða í Stykkishólmi. Ástæðan er að minnsta kosti meðal annars sú, að merkibauja sem var búin að vera á sínum stað til margra ára hafði í einhverju ógáti verið færð til. „Það er enginn að gera þetta viljandi.“

 

Pétur segir að bátur á vegum siglingayfirvalda hafi verið að fara í kringum land til að yfirfara vita og ljósbaujur og önnur siglingamerki. Líklegt er talið að þá hafi baujan verið færð til. „Ég vil ekkert fullyrða hvernig það hefur viljað til, en eitthvað gerðist,“ segir Pétur.

 

Skipið skemmdist töluvert, að sögn Péturs, en engar frátafir verða samt vegna þessa. „Það er búið að gefa heimild til að sigla því alla vega fram á haustið þangað til gert verður við þetta. Þetta eru ekki göt, þetta eru beyglur, sem er að vísu afar slæmt, en skerðir ekkert sjóhæfni skipsins.“

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31