Tenglar

22. júlí 2011 |

Berjasprettan seint á ferðinni að þessu sinni

Sveinn Rúnar Hauksson læknir er mikill áhugamaður um berjatínslu og berjavinnslu. Hann segir horfur á berjasprettu tvísýna almennt á landinu. Vel lítur þó út með bláberjasprettu á Vesturlandi en líkur eru á að eitthvað verði minna af krækiberjum en undanfarin ár. Verði sumarið skaplegt það sem eftir lifir geti landsmenn farið að líta eftir berjum þegar líða tekur á ágústmánuð. Og verði sumarið berjafólki hliðhollt megi gera ráð fyrir því að berin endist fram undir miðjan september. Sveinn Rúnar segir að miðað við undanfarin sumur megi segja að berjaspretta sé rúmum þremur vikum seinni á ferðinni að þessu sinni.

 

Þetta kemur fram á vef Skessuhorns, fréttablaðs á Vesturlandi.

 

Sveinn segir þó jákvætt, að vegna þess hve sumarið hefur verið kalt hafi hann minna frétt af eyðileggingu lyngs vegna ágangs birkifeta, Lirfur þess leiða kvikindis hafa undanfarin sumur víða lagt berjaland undir sig og skilið berjalyngið eftir brúnt og visið.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30