Tenglar

19. apríl 2013 | vefstjori@reykholar.is

Biðin langa?

Einar Kristinn Guðfinnsson.
Einar Kristinn Guðfinnsson.

„Það harðnar því stöðugt á dalnum hjá sívaxandi hópi. Það fólk þolir enga bið. Það er langt síðan að fullreynt var að ríkisstjórnarflokkarnir myndu ekkert gera. Úr þeirri átt er einskis frekar að vænta. Það hefur legið fyrir lengi. Nú er það boðað að þennan vanda megi leysa með fjármunum sem ef til vill fáist með samningum við útlenda kröfuhafa í eignir gömlu bankanna. Það er gott og blessað. En hvenær? Hve mikið? Hvernig? Þessum spurningum getur enginn svarað.“

 

Þetta segir Einar Kristinn Guðfinnsson alþingismaður m.a. í grein sem hann sendi vefnum til birtingar, en þar fjallar hann um skuldavanda heimilanna.

 

Einnig segir þar: 

  • Er þá svarið að skuldug heimilin í landinu eigi ennþá að bíða eftir úrræðum? Kannski í eittt ár, ef til vill tvö ár, allt eftir því hvernig samningaumleitanir gangi. Já. Það er einmitt hættan ef þetta á að verða úrræðið fyrir skuldug heimili í landinu.

Grein Einars Kristins í heild má lesa hér og jafnframt undir Sjónarmið í valmyndinni vinstra megin undir ofangreindri fyrirsögn.

 

Athugasemdir

Halldór Jóhannesson, laugardagur 20 aprl kl: 13:51

Einar Kristinn, hver er afrekalisti þin sem þingmaður Vestfirðinga síðan þú fórst fyrst á þing serm slíkur ?
Mér hefur sýnst þú vera fyrst og fremst þingmaður sjálfstæðisflokksins en ekki Vestfirðinga, og flokkurinn alltaf í fyrsta og öðru sæti en ekki kjördæmið.
Ég man vel þegar þú fórst fyrst á þing og lofaðir að leiðrétta kvótakerfið, en gerðir ekki neitt í því frekar en öðru.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Mars 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31