Tenglar

18. nóvember 2015 |

Bíldudalslestur í Barmahlíð

Logi að lesa upp úr nýju bókinni sinni.
Logi að lesa upp úr nýju bókinni sinni.

Elfar Logi Hannesson leikari og leikhússtjóri er væntanlegur á Reykhóla á morgun, fimmtudag, og ætlar að vera með „Bíldudalslestur“ í setustofunni í Barmahlíð kl. 15. Logi (eins og hann er oftast nefndur í daglegu tali) er upprunninn og uppalinn á Bíldudal, stundaði ungur leiklistarnám í Danmörku en hefur verið búsettur á Ísafirði mörg seinni árin.

 

Þekktastur er hann fyrir Kómedíuleikhúsið sem hann stofnaði og rekur og einleikina sem hann hefur samið einn eða með öðrum og flutt víða, bæði hérlendis og erlendis. Nokkrum sinnum á undanförnum árum hefur hann komið með leiksýningar á Reykhóla, sem hafa verið á Báta- og hlunnindasýningunni og síðast núna í sumar við Grettislaug.

 

Á þessu ári hafa tvær nýjar bækur komið frá hendi Elfars Loga. Í sumar kom út endurminningabókin Bíldudals bingó, sem hann ritaði ásamt Jóni Sigurði Eyjólfssyni æskufélaga sínum. Hún seldist upp en önnur prentun er komin. Í síðasta mánuði kom svo út bókin Leiklist á Bíldudal, þar sem Elfar Logi rekur leiklistarsögu þorpsins í 121 ár eða allt frá upphafinu á dögum Bíldudalskóngsins Péturs J. Thorsteinssonar. Loga er málið talsvert skylt, því að segja má að hann sé alinn upp í félagsheimilinu Baldurshaga á Bíldudal, þar sem foreldrar hans hafa verið meðal iðnustu þjóna leiklistargyðjunnar lengur en elstu menn muna og eru enn.

 

Auk þess sem Elfar Logi ætlar að lesa upp kafla úr þessum tveimur bráðskemmtilegu bókum í Barmahlíð er aldrei að vita nema hann segi eitthvað frá ættartengslum sínum við rótgróið Reykhólafólk.

 

Allir eru velkomnir á upplesturinn í Barmahlíð og aðgangseyrir er enginn.

 

Ítarefni:

Leiklist á Bíldudal í 121 ár

Grettir Ásmundarson snýr aftur á Reykjahóla

Kaffihús, Gísli og Eyvindur á Reykhólum

Fjalla-Eyvindur í Tjarnarlundi

Leikverk um Sigvalda Kaldalóns í Tjarnarlundi

Ævintýraheimur Muggs í boði foreldrafélaganna

Elfar Logi og RenRen í þaraböðunum á Reykhólum

Strákur að vestan og Bjarni á Fönix koma á Reykhóla

Elfar Logi formaður Félags vestfirskra listamanna

„Heilsugæslan“ í Búðardal

Hljóðbók með þjóðsögum úr Strandasýslu

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31