Tenglar

20. janúar 2015 |

Bílfar í samfloti - kaupstaðarferð - smáauglýsingar

María Maack var tekin á orðinu: Núna er komin hér á Reykhólavefinn samflotssíða (Ferða-Flot, eins og María kallaði það) þar sem líka má koma á framfæri hvers konar smáauglýsingum (með vissum skilyrðum eins og þar kemur fram). Ekki síst ætti þetta að geta verið nytsamt héraðsfólki á meðan engin verslun er á Reykhólum. Hægt er að fara inn á þessa síðu með því að smella á kassann hér hægra megin (sjá meðfylgjandi skjáskot) og reyndar líka í valmyndinni til vinstri.

 

Ekki er ljóst á þessari stundu hvort hægt er nema með miklu veseni að snúa við röðinni á innleggjunum á þessari einu síðu, þannig að það nýjasta hverju sinni sé efst. Það kemur brátt í ljós. Annars verður bara að skruna niður og síðan verður færslunum eytt þegar hæfilegur tími er liðinn.

 

Þetta er tilraun; annað hvort notar fólk þetta eða ekki, eins og gengur. Ef ekki, þá verður þessi síða einfaldlega látin hverfa. Sakar ekki að prófa.

 

Athugasemdir

Hlynur Þór Magnússon, mivikudagur 21 janar kl: 12:39

Núna er röðin á innleggjunum orðin þveröfug við það sem var; það nýjasta efst.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Oktber 2024 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31