Tenglar

4. mars 2014 | vefstjori@reykholar.is

Bíllinn réttur við og farminum bjargað

Myndir: Björgunarsveitin Heimamenn.
Myndir: Björgunarsveitin Heimamenn.
1 af 4

Flutningabíllinn sem valt á Hjallahálsi á föstudagskvöldið var réttur við í gær. Farmurinn var tíndur úr honum, selfluttur á kerrum niður í Djúpadal og settur þar í annan bíl. Nokkuð á annan tug manna úr Björgunarsveitinni Heimamönnum í Reykhólahreppi var að þessum störfum í allan gærdag. Engin leið var að athafna sig þarna á sunnudag vegna óveðurs, en eins og hér kom fram var aðgerðum hætt á laugardagskvöld vegna veðurs og myrkurs. Ætlunin er að flytja bílinn burt á vagni í dag. Hann er mikið skemmdur og eitthvað af farminum var skemmt.

 

Fyrstu þrjár myndirnar voru teknar þegar verið var að rétta bílinn við. Sú fjórða var tekin í gærmorgun þegar blásið var frá honum áður en hafist var handa.

 

Sjá einnig:

Flutningabíll á hliðinni á Hjallahálsi

 

Athugasemdir

Ólafur þ Erlingsson, fimmtudagur 06 mars kl: 00:14

Þarf alvarlegt slys að eiga sér stað á Hjallahálsi til að menn fari loksins að átta sig á því að vegir á láglendi eru mun betra vegstæði en fjall vegir.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31