Bíllinn réttur við og farminum bjargað
Flutningabíllinn sem valt á Hjallahálsi á föstudagskvöldið var réttur við í gær. Farmurinn var tíndur úr honum, selfluttur á kerrum niður í Djúpadal og settur þar í annan bíl. Nokkuð á annan tug manna úr Björgunarsveitinni Heimamönnum í Reykhólahreppi var að þessum störfum í allan gærdag. Engin leið var að athafna sig þarna á sunnudag vegna óveðurs, en eins og hér kom fram var aðgerðum hætt á laugardagskvöld vegna veðurs og myrkurs. Ætlunin er að flytja bílinn burt á vagni í dag. Hann er mikið skemmdur og eitthvað af farminum var skemmt.
Fyrstu þrjár myndirnar voru teknar þegar verið var að rétta bílinn við. Sú fjórða var tekin í gærmorgun þegar blásið var frá honum áður en hafist var handa.
Sjá einnig:
► Flutningabíll á hliðinni á Hjallahálsi
Ólafur þ Erlingsson, fimmtudagur 06 mars kl: 00:14
Þarf alvarlegt slys að eiga sér stað á Hjallahálsi til að menn fari loksins að átta sig á því að vegir á láglendi eru mun betra vegstæði en fjall vegir.