Tenglar

16. desember 2018 | Sveinn Ragnarsson

Bílstjórar á námskeiði

mynd Skúli Berg
mynd Skúli Berg
1 af 3

Endurmenntunarnámskeið fyrir atvinnubílstjóra voru haldin á Reykhólum um helgina, á vegum Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða. Þetta voru 3 námskeið í samfellu, Lög og reglur, Umferðaröryggi og Vistakstur.

 

Eftir að það var leitt í lög að bílstjórar með aukin ökuréttindi þurftu að sækja svona námskeið til að halda atvinnuréttindum sínum, (fólk tapar í raun ekki meiraprófinu þótt það sæki ekki þessi námskeið, en má ekki vinna við akstur rútubíla eða vörubíla) töldu margir að þetta væri bara tíma- og peningasóun, menn væru ekkert að týna niður að keyra stóra bíla.

Út af fyrir sig er það eflaust rétt og upp til hópa er það fólk sem vinnur við það góðir bílstjórar.

 

Þau sem sátu þessi námskeið voru samt sammála um að þau hefðu haft af því mikið gagn og margt rifjast upp sem nauðsynlegt er að hafa í huga við hina ýmsu aðstæður.

 

Kennari á námskeiðunum var Skúli Berg og Ingvar Samúelsson sá um að fóðra mannskapinn.

  

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31