Tenglar

27. apríl 2013 | vefstjori@reykholar.is

Bingópeningarnir runnu til Vinafélags Barmahlíðar

Myndir: Sveinn Ragnarsson.
Myndir: Sveinn Ragnarsson.
1 af 3

Vel á annan tug þúsunda safnaðist á bingóinu á Barmahlíðardeginum á sumardaginn fyrsta. Alla vinninga gaf Eyvindur í Hólakaupum en afraksturinn rann til Vinafélags Barmahlíðar. Félagið var stofnað fyrir sex árum og hefur frá upphafi lagt heimilinu og heimilisfólkinu lið á marga vegu, hvort heldur með gjöfum eða félagsstarfi eða á annan hátt.

 

Barmahlíðardagurinn er haldinn hátíðlegur á sumardaginn fyrsta ár hvert. Að þessu sinni var þess minnst, að 25 ár eru liðin frá því að Hjúkrunar- og dvalarheimilið Barmahlíð á Reykhólum var tekið í notkun.

 

Bingóið fór fram í borðsal Reykhólaskóla. Myndirnar sem hér fylgja tók Sveinn Ragnarsson. Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri annaðist bingóstjórnina.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Jl 2024 »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31