Biskup Íslands vísiterar Reykhólaprestakall
Biskup Íslands, herra Karl Sigurbjörnsson, byrjar í dag ellefu daga yfirreið sína (vísitasíu) um Vestfirði. Með honum í för verða séra Agnes M. Sigurðardóttir prófastur Vestfjarðaprófastsdæmis og séra Þorvaldur Karl Helgason biskupsritari. Í Reykhólaprestakalli verður vísiterað annars vegar dagana 7.-9. júní og hins vegar dagana 13. og 14. júní. Í vísitasíu (heimsókn) biskups felast fundir með prestum og sóknarnefndum, skoðun á kirkjum og þátttaka í messum og helgihaldi á hverjum stað. Séra Elína Hrund Kristjánsdóttir sóknarprestur á Reykhólum hvetur fólk til að fjölmenna í messurnar og helgistundirnar í Reykhólaprestakalli. Dagskrá vísitasíu biskups er eins og hér segir:
Sunnudagur 7. júní
Kl. 20.00 Staðarhóll í Saurbæ, messa
Mánudagur 8. júní
Kl. 12.00 Dvalarheimilið Barmahlíð, heimsókn
Kl. 13.30 Staður á Reykjanesi, kirkjuskoðun
Kl. 20.00 Garpsdalur, helgistund
Þriðjudagur 9. júní
Kl. 11.00 Gufudalur, helgistund
Laugardagur 13. júní
Kl. 14.00 Skálmarnesmúli, messa
Kl. 20.00 Reykhólar, messa
Sunnudagur 14. júní
Kl. 14.00 Flatey á Breiðafirði, messa
Að öðru leyti er dagskrá vísitasíunnar að finna hér.