Tenglar

1. september 2013 | vefstjori@reykholar.is

Biskup í heimsókn á 50 ára afmæli Reykhólakirkju

Kirkjurnar tvær á Reykhólum árið 1959. Sjá nánar í meginmáli.
Kirkjurnar tvær á Reykhólum árið 1959. Sjá nánar í meginmáli.

Sr. Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands predikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Elínu Hrund Kristjánsdóttur sóknarpresti við hátíðarguðsþjónustu á Reykhólum á sunnudaginn eftir viku, 8. september, þegar minnst verður hálfrar aldar vígsluafmælis Reykhólakirkju. Kirkjan er helguð minningu Þóru Einarsdóttur í Skógum við Þorskafjörð, móður þjóðskáldsins sr. Matthíasar Jochumssonar.

 

Ítarlega verður greint frá afmælisathöfninni hér á vefnum um eða eftir miðja vikuna, svo og kirkjum og prestum á Reykhólum fyrr og síðar og kirkjugripum á Reykhólum fyrr og síðar.

 

Myndin sem hér fylgir er úr safni Húsameistara Íslands á Þjóðskjalasafni, tekin sumarið 1959. Nýja kirkjan í smíðum en fjær er gamla kirkjan, sem núna þjónar með glæsibrag í Bæ (Saurbæ) á Rauðasandi við utanverðan Breiðafjörð norðanvert.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Oktber 2024 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31