Tenglar

25. apríl 2012 |

Biskup með rætur í Austur-Barðastrandarsýslu

Agnes M. Sigurðardóttir.
Agnes M. Sigurðardóttir.

Agnes M. Sigurðardóttir, fyrsta konan á biskupsstóli hérlendis, á djúpar rætur við innanverðan Breiðafjörð.  Sr. Sigurður Kristjánsson, faðir hennar (1907-1980), sóknarprestur á Ísafirði og prófastur í Ísafjarðarprófastsdæmi, var bóndasonur frá Skerðingsstöðum, rétt fyrir utan Reykhóla. Finnur Kristjánsson, bóndi á Skerðingsstöðum, föðurbróðir sr. Agnesar, er núna búsettur í Barmahlíð á Reykhólum, kominn á 90. aldursár. Agnesarnafnið er úr Hjallaætt við Þorskafjörð.

 

Agnes fæddist á Ísafirði síðla árs 1954. Hún lauk guðfræðiprófi og vígðist til prestsþjónustu árið 1981. Að lokinni átta ára þjónustu í Borgarfirði varð hún sóknarprestur í Bolungarvík og hefur þjónað þar síðan. Hún varð prófastur í Ísafjarðarprófastsdæmi árið 1999 og svo í Vestfjarðaprófastsdæmi við sameiningu prófastsdæma árið 2005.

 

Eftir því sem umsjónarmaður vefjar þessa man skást í ættvísi er nokkuð um liðið frá því að stól biskups Íslands sat síðast maður með náin tengsl við þetta hérað - Hallgrímur Sveinsson, sem gegndi biskupsembætti 1889-1908. Vel væru þegnar leiðréttingar og ábendingar um annað nýrra.

 

Athugasemdir

Karlotta Jóna Finnsdóttir, fstudagur 27 aprl kl: 09:18

Bara að koma á framfæri að Agnesarnafnið er ekki komið frá Hjöllum. Það var afi Kristján sem var af Hjallættinni en amma Agnes er ættuð frá Skáldsstöðum og móðir hennar var úr Dölunum sjálf var hún uppalin á Hafnarhólma á Ströndum.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30