Tenglar

11. febrúar 2017 | Umsjón

Bjarkalundur auglýstur til sölu

1 af 2

Í fasteignakálfinum í helgarblaði Fréttablaðsins er hálfsíðu auglýsing (mynd nr. 1) þar sem segir meðal annars:

 

Til sölu Hótel Bjarkalundur og tilheyrandi eignir ásamt 58,5 hektara jörð á einum fallegasta stað landsins, margar náttúruperlur eru í nánasta umhverfi. Fasteignir á landareigninni eru alls 9 talsins, samtals 1.015 fm. og skiptast í hótel, þjónustumiðstöð, 6 smáhýsi og starfsmannahús. Samtals gistirými er fyrir yfir 50 manns og miklir stækkunarmöguleikar.

 

Berufjarðarvatn sem er um 15 hektarar er á landareign Bjarkalundar. Þar er silungsveiði. Alifiskalækur rennur í vatnið (mynd nr. 2). Nafn sitt dregur hann af fyrsta fiskeldi sem vitað er um hérlendis.

 

Meðal hinna lítt þekktari Íslendingasagna er Gull-Þóris saga, öðru nafni Þorskfirðinga saga. Þar segir á einum stað: „Þeir tóku fiska úr vatninu og báru í læk þann er þar er nær og fæddust þeir þar. Sá heitir nú Alifiskalækur.“ Litlu síðar segir: „Þá réð Haraldur konungur hárfagri fyrir Noreg.“ Ef frásögn þessi er rétt, þá hefur fiskeldi þetta átt sér stað á landnámsöld.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31