Tenglar

9. september 2009 |

Bjarkalundur opinn eins lengi og Þorskafjarðarheiði

Árni Sigurpálsson hótelstjóri.
Árni Sigurpálsson hótelstjóri.
„Við höfum opið alveg meðan Þorskafjarðarheiði er opin og að minnsta kosti fram í nóvember", segir Árni Sigurpálsson hótelstjóri í Bjarkalundi í Reykhólasveit. „Síðan verðum við hérna meira og minna um helgar í vetur að dytta að og laga eins og í fyrra og höfum þá opið fyrir þá sem leið eiga um." Liðið sumar var mjög gjöfult hjá Hótel Bjarkalundi eins og víðast hjá ferðaþjónum á Vestfjarðakjálkanum. „Íslendingum sem voru á ferðinni og komu hér fjölgaði verulega milli ára og einhver fjölgun varð á útlendingunum líka", segir Árni.

 

Þegar háannatíminn var á hótelinu í sumar voru þar tólf starfsmenn. Auk þess voru nokkrir smiðir að vinnu við nýju sumarhúsin sem risið hafa eitt af öðru rétt fyrir ofan hótelið síðustu misserin og leigð eru út til gistingar.

 

„Við ætlum svo að reyna að opna aftur að fullu um páska", segir Árni Sigurpálsson.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31