Tenglar

5. desember 2014 | vefstjori@reykholar.is

Bjarki Þór tekur Eygló fram í eldamennskunni

Upphaf samantektarinnar í Morgunblaðinu í dag.
Upphaf samantektarinnar í Morgunblaðinu í dag.
1 af 2

Eygló Kristjánsdóttir, sveitarstjóri Skaftárhrepps og fyrrverandi skrifstofustjóri Reykhólahrepps, er fertug í dag. Dag hvern gerir Morgunblaðið einu afmælisbarni rækileg skil í máli og myndum og varð Eygló fyrir valinu að þessu sinni. Birtar eru þrjár myndir af henni og fjölskyldu hennar, æviferillinn rakinn, greint frá ættum og ættfólki og rætt við hana. Sambýlismaður Eyglóar frá ungum aldri beggja er Bjarki Þór Magnússon húsasmiður frá Seljanesi í Reykhólasveit, sonur Dagnýjar Stefánsdóttur og Magnúsar Jónssonar búenda þar. Börn Eyglóar og Bjarka eru þrjú, á aldrinum frá tæplega átta ára og upp í átján ára. Elst er Dagný, Þórdís í miðjunni en Emil yngstur.

 

Í Morgunblaðinu segir meðal annars:

 

„Eygló var í Grunnskóla Búðardals og í Grunnskólanum í Hveragerði, stundaði síðan nám við Verslunarskóla Íslands og lauk verslunarprófi 1992. Þegar hér var komið sögu var Eygló farin að halda heimili og starfaði við heimilishjálp fyrir aldraða í Reykjavík 1992-94. Hún hóf þá nám við Fjölbrautaskólann við Ármúla og vann jafnframt við leikskólann Múlaborg til 1999. Þá hóf hún störf við leikskólann Hulduheima í Grafarvogi og starfaði þar í eitt ár. Hún var síðan heimavinnandi í Reykjavík á árunum 2000-2002, er fjölskyldan flutti að Reykhólum í Reykhólasveit þar sem Eygló starfaði við dvalarheimilið Barmahlíð um skeið og síðan á skrifstofu Reykhólahrepps frá 2002 til 2010. Fjölskyldan flutti þá á Kirkjubæjarklaustur þar sem Eygló var ráðin sveitarstjóri og þau hafa átt þar heima síðan.“

 

Þegar Eygló er spurð hvort það hafi ekkert vafist fyrir henni að taka við starfi sveitarstjóra, svarar hún:

  • Nei, nei. Þetta er að vísu óvissustarf í þeim skilningi, að maður veit ekki alltaf að morgni hvaða vandamál þarf að leysa yfir daginn. En vandamál eru til að leysa þau og maður gengur í þessi störf eins og hver önnur.
  • Þetta er mjög fjölbreytilegt starf. En það er líka fjölbreytilegt að reka heimili. Í rauninni er þetta ekkert ólíkt því að reka stórt heimili. Það er kannski ástæða þess að konum hefur fjölgað mjög sem sveitarstjórum víða um land á allra síðustu árum.

Þegar Eygló á frí frá sveitarstjórnarmálunum grípur hún helst í hannyrðir, segir í blaðinu. „Ég hef alltaf haft gaman af að prjóna, hekla og sauma út. Ég hef hins vegar engan áhuga á að elda mat. Þar er fjölskyldufaðirinn og húsasmiðurinn mér fremri.“

 

Úr frændgarði Eyglóar má nefna Eyjólf Kristjánsson, Felix Bergsson og Jón Gnarr (sjá mynd nr. 2).

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30