Tenglar

26. janúar 2016 |

Björgunarbáturinn: Lokaspretturinn að hefjast

Björgunarbáturinn sem um ræðir.
Björgunarbáturinn sem um ræðir.
1 af 4

Eins og málin standa nú hefur Bjsv. Heimamenn í Reykhólahreppi til ráðstöfunar liðlega sjö milljónir króna vegna kaupa á björgunarbáti, en kaupverðið er tíu milljónir. Eigið fé björgunarsveitarinnar í þessu skyni er þrjár milljónir króna en tvær milljónir koma frá Reykhólahreppi og aðrar tvær frá Þörungaverksmiðjunni. Ágóðinn af veitingasölu Kvenfélagsins Kötlu á markaðinum í Króksfjarðarnesi fyrir jólin var eyrnamerktur kaupunum á bátnum.

 

Um er að ræða Atlantic 75 slöngubát, sem búinn er öllum helstu tækjum sem kröfur eru gerðar um að björgunarbátar hafi nú á tímum. Meðal annars er hann með dælu til að dæla sjó úr skipum og til að dæla sjó eða vatni á brennandi bát eða annað.

 

Þessa dagana eru Heimamenn að hefja lokasprettinn í fjáröflun vegna bátskaupanna og hefur Orkubú Vestfjarða ákveðið að veita hundrað þúsund króna styrk. Útbúið hefur verið dreifibréf þar sem leitað er eftir stuðningi fyrirtækja og einstaklinga (sjá hér). Í bréfinu er m.a. að finna upplýsingar um bankareikning Heimamanna þar sem hægt er að leggja inn til styrktar kaupunum.

 

Á mynd nr. 4 er að finna ýmsar upplýsingar um bátinn.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Febrar 2024 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29