Tenglar

27. nóvember 2015 |

Björgunarbáturinn, upplýsingar og myndir

Ágóðinn af veitingasölu Kvenfélagsins Kötlu á jólamarkaðinum í Nesi núna um helgina rennur til kaupa Björgunarsveitarinnar Heimamanna í Reykhólahreppi á björgunarbát, sem hafður verður á Reykhólum. Um er að ræða Atlantic 75 slöngubát, sem búinn er öllum helstu tækjum sem kröfur eru gerðar um að björgunarbátar hafi nú á tímum. Meðal annars er hann með dælu til að dæla sjó úr skipum og sjó eða vatni á brennandi bát eða annað. 

  • Svæðið sem báturinn mun þjónusta er innanverður Breiðafjörður. Þetta er um margt sérstakt hafsvæði með ógrynni eyja og skerja, sem gerir það að verkum, að straumar þar verða sterkari en gengur og gerist annars staðar við landið. Þetta hefur reynst sjófarendum örðugt í gegnum tíðina.
  • Í Reykhólahreppi eru allmörg nes þar sem eru slæmar eða engar vegasamgöngur og getur þurft að fara þangað sjóleiðina ef í nauðirnar rekur. Umferð um þetta svæði hefur verið að aukast undanfarið og mun að öllum líkindum gera það áfram í nánustu framtíð.
  • Þörungaverksmiðjan er með talsverð umsvif í Breiðafirði við þangslátt og þaraöflun.
  • Á vorin og sumrin er mikil umferð æðarbænda út í eyjar að sinna varpinu.
  • Í mörgum eyjum er fólk langdvölum yfir sumartímann, auk þess sem ferðamennska um þetta svæði fer vaxandi með hverju árinu.

Báturinn sem um ræðir kom til landsins árið 2010 frá RNLI í Bretlandi og hefur verið í eigu Björgunarsveitarinnar Geisla á Fáskrúðsfirði síðan. Hann er hlaðinn aukabúnaði og má teljast einn hinna best búnu sinnar tegundar á landinu. Á mynd nr. 5 má sjá ýmsar upplýsingar um tæki og búnað. Myndirnar af bátnum eru teknar á heimaslóðum hans eystra.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30