Tenglar

23. mars 2010 |

Björgunarhundum fjölgar á Vestfjörðum

Ólína Þorvarðardóttir og Skutull.
Ólína Þorvarðardóttir og Skutull.
Enn fjölgar útkallshæfum björgunarhundum á Vestfjörðum eftir vetrarnámskeið Björgunarhundasveitar Íslands sem fram fór ofan við Víkurskarð í Eyjafirði dagana 12.-17. mars. Það er Border-Collie-hundurinn Skutull í eigu Ólínu Þorvarðardóttur alþingismanns sem nú hefur bæst á útkallslista BHSÍ, en teymið tók B-próf á námskeiðinu. Skutull er vestfirskur í húð og hár, fæddur á Hanhóli í Bolungarvík og var gefinn Björgunarhundasveitinni af Jóhanni Hannibalssyni fyrir tveimur árum.

 

Nítján björgunarteymi luku útkallsprófum á vetrarnámskeiðinu sem er árviss viðburður í starfi Björgunarhundasveitar Íslands. Þrjú teymi tóku A-próf fyrir fullþjálfaða björgunarhunda. Þrjú teymi luku B-prófi, sem er skilyrði fyrir því að hundur fari á útkallslista. Sex teymi luku C-prófi sem er unghundapróf, nokkurs konar inntökupróf í Björgunarhundasveitina. Þá fóru sjö teymi í A-endurmat, sem er tekið annað hvert ár og er skilyrði fyrir því að A-hundar haldist á útkallslista.

 

Æft var á þremur svæðum með sex leiðbeinendum. Tveir þeirra voru gestaleiðbeinendur frá Noregi, þeir Arne Andreassen og Tor Oyvind Bertheussen.

 

Segja má að Vestfirðingar eigi drjúgan hlut í virkni Björgunarhundasveitar Íslands um þessar mundir. Á Ísafirði eru nú fimm útkallsteymi og þrjú á Patreksfirði. Formaður sveitarinnar er Auður Yngvadóttir á Ísafirði.

 

bb.is

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31