7. apríl 2020 | Sveinn Ragnarsson
Björgunarsveitarfólk á skilið að fá páskafrí
Núna þegar við erum hvött til að hafa hægt um okkur og geyma páskaferðalög um sinn, hefur Bergsveinn Reynisson bóndi og björgunarsveitarmaður (og eitthvað fleira) á Gróustöðum birt myndband með hugvekju og vinsamlegum tilmælum, sem er hægt að sjá hér.
Þar segir hann meðal annars:
„Björgunarsveitarfólk er flest allt eitthvað annað líka. Þetta er starfsfólk úr heilsugæslu, þetta eru snjómokarar, þetta eru sjúkraflutningamenn eða slökkviliðsmenn, persónur sem þurfa að standa sína plikt í einkalífinu líka, þetta eru foreldrar, þetta eru afar og ömmur.“-------- Og að lokum: „Hlýðið Víði. Gerið bara eins og hann segir. Verið heima. Þá getum við hin kannski fengið að vera heima líka.“