Björgunarsveitarmenn í klettaklifri og mörgu öðru
Námskeið í fjallamennsku fyrir Björgunarsveitina Heimamenn í Reykhólahreppi var haldið núna um helgina. Kennd voru grunnatriði í ferðalögum um fjalllendi að vetri til, farið yfir helstu hættur og margt fleira. Farið var í Borgarlandið þar sem farið var yfir notkun ísaxar, mannbrodda og snjóýla ásamt helstu snjótryggingum. Beggi á Gróustöðum fræddi um það hvernig hægt er að skoða snjólög til að meta hættu á snjóflóðum. Sunnudagurinn fór í klettaklifur.
Frá þessu er nánar greint á hinni nýju vefsíðu Björgunarsveitarinnar Heimamanna. Þar er einnig myndin sem hér fylgir. Á henni eru í aftari röð, talið frá vinstri: Snæbjörn Jónsson á Krossnesi og síðan allir stjórnarmennirnir í björgunarsveitinni, þeir Ágúst Már Gröndal, Játvarður Jökull Atlason, Eiríkur Kristjánsson, Egill Sigurgeirsson og Brynjólfur Víðir Smárason. Fyrir framan krjúpa Bergsveinn Reynisson á Gróustöðum og kennarinn Heiða Jónsdóttir.
Farið er inn á vefsíðu Bjsv. Heimamanna með því að smella á rauða kassann (merki sveitarinnar) í dálkinum hér hægra megin.