7. maí 2014 | vefstjori@reykholar.is
Björgunarsveitarmenn safna lífsýnum í hreppnum
Félagar í Björgunarsveitinni Heimamönnum í Reykhólahreppi munu núna um helgina heimsækja fólk í sveitarfélaginu og safna lífsýnum fyrir Íslenska erfðagreiningu. Sveitin fær kr. 2.000 fyrir hvert sýni sem hún fær og vonast eftir sem flestum þátttakendum. Flestir sem eru í úrtakinu eiga að hafa fengið sýni sent heim og upplýsingar um verkefnið.
Nánari upplýsingar um verkefnið og tilhögunina er að finna hér og hér.