Tenglar

6. nóvember 2015 |

Björgunarsveitarmenn stóðu í ströngu við fiskbjörgun

Flutningabíll á leiðinni suður með ferskan fisk fór út af veginum í Gufudalssveit í gærkvöldi. Bíllinn valt ekki en vagninn með fiskinum fór á hliðina þó að hann legðist ekki alveg. Menn úr Björgunarsveitinni Heimamönnum í Reykhólahreppi lögðu af stað á níunda tímanum til að bjarga fiskinum. Alls unnu þrettán menn úr björgunarsveitinni að þessu starfi með tæki sín, bíla og gröfur. Annar flutningabíll kom nálægt miðnætti til að taka fiskinn og luku menn verkinu um klukkan hálffimm í morgun.

 

Fiskurinn mun hafa sloppið óskemmdur en ljóst er að umtalsverðar skemmdir hafa orðið á bílnum og vagninum.

 

Myndirnar sem hér fylgja tók Ágúst Már Gröndal, félagi í Björgunarsveitinni Heimamönnum.

 

Þetta er sannarlega ekki í fyrsta skipti sem flutningabílar lenda í hremmingum í Gufudalssveit. Sjá hér nokkrar fréttir á Reykhólavefnum síðustu árin, tíndar saman nánast af handahófi:

 

Flutningabíll lokaði veginum um Ódrjúgsháls

Önnur veltan hjá Helga á innan við viku

Bíllinn réttur við og farminum bjargað

Leifur í Djúpadal: Óþarfi að ljúga upp á Ódrjúgsháls

Skelfilegt, algerlega óviðunandi ástand

Flutningabíll komst ekki upp Ódrjúgsháls

 

Athugasemdir

Páley J. Kristjánsdóttir, laugardagur 07 nvember kl: 22:56

hvar værum við stödd án ykkar!

Umsjónarmaður vefjarins, mnudagur 09 nvember kl: 15:11

Atvik þetta varð ekki á Ódrjúgshálsi, eins og hér sagði bæði í fyrirsögn og meginmáli, heldur eitthvað um einn kílómetra frá brekkunum þar. Þetta hefur verið lagfært. Gallinn er bara sá, að þegar einhverju er hnikað til í fyrirsögn hér á vefnum, þó ekki sé nema einum staf, þá rofna allar tengingar á fréttina á öðrum vefjum.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Mars 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31