Björgunarsveitin: Brynjólfur kjörinn formaður
Ný stjórn í Björgunarsveitinni Heimamönnum í Reykhólahreppi var kosin á aðalfundi hennar um síðustu helgi. Auk stjórnarkjörsins voru nýir félagar boðnir velkomnir og ársskýrsla og ársreikningar fyrir árið 2012 lögð fram. Á fyrsta fundi hinnar nýju stjórnar skipti hún með sér verkum eins og hér segir:
- Brynjólfur Víðir Smárason formaður
- Eiríkur Kristjánsson varaformaður
- Egill Sigurgeirsson gjaldkeri
- Ágúst Már Gröndal ritari
- Játvarður Jökull Atlason meðstjórnandi
Björgunarsveitin vill koma því á framfæri, að vinnufundir verða haldnir hálfsmánaðarlega í Björgunarsveitarhúsinu að Suðurbraut 5. Fyrsti fundur verður þriðjudagskvöldið 17. desember kl. 20. Allir meðlimir eru hvattir til að mæta, sem og þeir sem hafa áhuga á að ganga í sveitina.
Jafnframt vill björgunarsveitin minna á flugeldasöluna, sem er stærsta fjáröflun hennar. Nánari upplýsingar um hana verða birtar á Facebooksíðu sveitarinnar og hér á Reykhólavefnum þegar nær dregur áramótum.