Tenglar

7. desember 2013 | vefstjori@reykholar.is

Björgunarsveitin: Brynjólfur kjörinn formaður

Nýja stjórnin í björgunarsveitinni, talið frá vinstri: Játvarður Jökull, Ágúst Már, Egill, Eiríkur og Brynjólfur.
Nýja stjórnin í björgunarsveitinni, talið frá vinstri: Játvarður Jökull, Ágúst Már, Egill, Eiríkur og Brynjólfur.
1 af 2

Ný stjórn í Björgunarsveitinni Heimamönnum í Reykhólahreppi var kosin á aðalfundi hennar um síðustu helgi. Auk stjórnarkjörsins voru nýir félagar boðnir velkomnir og ársskýrsla og ársreikningar fyrir árið 2012 lögð fram. Á fyrsta fundi hinnar nýju stjórnar skipti hún með sér verkum eins og hér segir:

  • Brynjólfur Víðir Smárason formaður
  • Eiríkur Kristjánsson varaformaður
  • Egill Sigurgeirsson gjaldkeri
  • Ágúst Már Gröndal ritari
  • Játvarður Jökull Atlason meðstjórnandi

Björgunarsveitin vill koma því á framfæri, að vinnufundir verða haldnir hálfsmánaðarlega í Björgunarsveitarhúsinu að Suðurbraut 5. Fyrsti fundur verður þriðjudagskvöldið 17. desember kl. 20. Allir meðlimir eru hvattir til að mæta, sem og þeir sem hafa áhuga á að ganga í sveitina.

 

Jafnframt vill björgunarsveitin minna á flugeldasöluna, sem er stærsta fjáröflun hennar. Nánari upplýsingar um hana verða birtar á Facebooksíðu sveitarinnar og hér á Reykhólavefnum þegar nær dregur áramótum.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Desember 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31