Bjössi Thor og Hera Björk á laugardag
Þau Hera Björk söngkona & Björn Thoroddsen gítarleikari eru flestum íslendingum að góðu kunn...bara soldið úr sitthvorri áttinni:
Bjössi er fæddur Gaflari & Vestfirðingur, rokkari & djassgeggjari á meðan Hera er ágætis samsuða af Þingeying & Árnesing og meira svona Júróvisjón og Jólin í hugum almennings. Og hver er svo útkoman úr svona blöndu? Jú svei mér þá ef hún er ekki bara ágæt því saman eru þau tvíkeykið stórgóð skemmtun.
Á Reykhólum munu þau beina athyglinni lóðbeint að meistara Jóni Thoroddsen. Þar ætla þau með sögum og söngvum ásamt svolitlum sólóum og dassi af stælum í allskyns stílum, að leiða ykkur um "Hlíðina fríðu" þannig að einhverjir ættu að geta lygnt aftur augum, brosað út í annað, dillað sér ögn og mögulega haft ögn gaman af.
STÓRGÓÐ SKEMMTUN MEÐ SÖGUM, SÖNGVUM OG SÓLÓUM MEÐ DASSI AF STÆLUM Í ALLSKYNS STÍLUM.
Tónleikarnir eru í Reykhólakirkju á laugardag kl. 16.