Tenglar

17. september 2015 |

Blak eða sundleikfimi eða eitthvað annað?

Kæru systur, kæru systur, ég frétti að Kolfinna hyggist ekki halda utan um leikfimi handa okkur í vetur. Þar fór verr. Ég veit að sumar eru duglegar að ganga með Jóhönnu og er það vel, en getum við ekki samt spriklað eitthvað inni við í vetur?

 

Þannig hefst „fyrirspurn og hugleiðing“ sem María Maack á Reykhólum sendi til birtingar. Síðan segir hún:

 

Mér datt nú í hug hvort einhver flink þekki reglur blaks og geti stýrt hópnum inn í blaktíma einu sinni eða tvisvar í viku ... bara ekki á mánudögum og miðvikudögum fyrir kl. 18 því þá er ég á Hólmavík!

 

Ég gæti tekið að mér sundleikfimi sem byggð er á bakleikfimi einu sinni í viku í október og nóvember, en eingöngu á þessum opnunartímum laugarinnar: Þriðjudaga, fimmtudaga eða föstudaga kl. 16-20. Hvernig litist ykkur á þrjú korter á þriðjudögum milli kl. 17 og 18 til dæmis? Og þá blak á fimmtudögum? Nú eða jóga eða súmba eða aðra leikfimi ef einhver kann ...

 

Athugasemdir

Anna Björg, fimmtudagur 17 september kl: 20:18

Við,vinnufélagarnir erum að fara,af stað með blak í skólanum fljótlega. Læt þig vita hvenær :) kv. Anna Björg

María Maack, fstudagur 18 september kl: 10:22

Ph elsku Anna Björg þetta er einmitt það sem ég vonaðist til.
Auglýsið þetta endilega líka utan skólans. - Í Barmahlíð til dæmis og á Hreppsskrifstofunni er gott fólk. Takk

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30