Tenglar

2. apríl 2015 |

Blár apríl – lífið er blátt á mismunandi hátt

Tónlistarhúsið Harpa baðað bláu ljósi í tilefni vitundarvakningar um einhverfu.
Tónlistarhúsið Harpa baðað bláu ljósi í tilefni vitundarvakningar um einhverfu.

Blár apríl, vitundarvakning um einhverfu, hófst formlega í gær. Á Íslandi og um allan heim taka fyrirtæki og stofnanir þátt í þessari vakningu með því að baða byggingar sínar í bláu ljósi í apríl. Styrktarfélag barna með einhverfu stendur fyrir vakningunni hér á landi. Styrktarsöfnun félagsins er hafin og geta áhugasamir og velviljaðir málefninu styrkt það um 1000 krónur með því að hringja í 902 1010.

 

Í ár verður safnað fyrir námskeiðum fyrir foreldra barna með einhverfu, sem og félagsfærninámskeiðum fyrir börn með einhverfu. Námskeiðin verða haldin í samvinnu við Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins. Nánari upplýsingar um söfnunina má finna á þessari síðu: https://www.facebook.com/einhverfa.

 

Fyrirtæki og stofnanir og aðrir sem taka þátt í átakinu með því að lýsa húsin upp með bláum lit eru m.a. Harpa, Bessastaðir, Höfði, Ráðhúsið, Landspítalinn, Smáralind, Fríkirkjan í Hafnarfirði, Hellisheiðarvirkjun, Orkuveitan, Orka náttúrunnar, Securitas, Vegagerðin, Radisson Blu og Kópavogskirkja.

 

Blár apríl nær hámarki föstudaginn 10. apríl. Þá munu börn í leikskólum og nemendur í grunn- og framhaldsskólum taka þátt í vitundarvakningunni með því að klæðast bláu og sýna afrakstur þemadaga um einhverfu. Stjórnendur Smáralindar munu hvetja eigendur verslana og veitingastaða til að taka þátt í deginum með bláu þema. Þá verður Hreyfing með styrktarspinningtíma þar sem fyrirtækjum og einstaklingum gefst kostur á að kaupa hjól til styrktar söfnuninni.

 

Nokkrar athyglisverðar staðreyndir um einhverfu:

  • Eitt af hverjum 88 börnum fæðist með röskun á einhverfurófi.
  • Hjá drengjum eru líkurnar 1 á móti 54 eða fimm sinnum meiri en hjá stúlkum.
  • Einhverfa er fötlun, ekki sjúkdómur og því ólæknandi.
  • Það skiptir sköpum fyrir einhverfa að fá viðeigandi þjálfun eins fljótt og hægt er.

 

Fögnum fjölbreytileikanum og tökum hverri manneskju eins og hún er.

 

Frekari upplýsingar um einhverfu má finna á einhverfa.is, greining.is og https://www.facebook.com/einhverfa.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30