Tenglar

19. júní 2022 | Sveinn Ragnarsson

Blautur 17. júní

Að þessu sinni voru hátíðahöld á þjóðhátíðardaginn í Hvanngarðabrekkunni á Reykhólum. Undanfarin fjölmörg ár hafa hátíðahöldin verið í Bjarkalundi, en nú eru þar vinnubúðir verktakafyrirtækisins Suðurverks næstu 2 árin og hótelið lokað.

 

Það rigndi nokkuð og kom það niður á aðsókninni, en fólkið sem kom skemmti sér hið besta. Unga kynslóðin fór í leiki og það lánaðist að hóa saman fullorðnu fólki í reiptog, sem var ansi tvísýnt hvernig myndi enda.

 

Lions bauð upp á grillaðar (eða soðnar) pylsur og krakkarnir fengu andlitsmálningu sem rann merkilega lítið í rigningunni. Útihátíðarveðrið var svo í dag.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Aprl 2025 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30