19. júní 2022 | Sveinn Ragnarsson
Blautur 17. júní
Að þessu sinni voru hátíðahöld á þjóðhátíðardaginn í Hvanngarðabrekkunni á Reykhólum. Undanfarin fjölmörg ár hafa hátíðahöldin verið í Bjarkalundi, en nú eru þar vinnubúðir verktakafyrirtækisins Suðurverks næstu 2 árin og hótelið lokað.
Það rigndi nokkuð og kom það niður á aðsókninni, en fólkið sem kom skemmti sér hið besta. Unga kynslóðin fór í leiki og það lánaðist að hóa saman fullorðnu fólki í reiptog, sem var ansi tvísýnt hvernig myndi enda.
Lions bauð upp á grillaðar (eða soðnar) pylsur og krakkarnir fengu andlitsmálningu sem rann merkilega lítið í rigningunni. Útihátíðarveðrið var svo í dag.