Tenglar

5. október 2014 | vefstjori@reykholar.is

Bleikur október

Reykhólakirkja og bleika slaufan 2014.
Reykhólakirkja og bleika slaufan 2014.

Eins og alltaf á seinni árum er október helgaður baráttunni gegn krabbameini hjá konum og bleika slaufan frá Krabbameinsfélagi Íslands seld um land allt til fjáröflunar. Til að minna á þetta er Reykhólakirkja böðuð bleiku ljósi eftir að skyggja tekur. Bleika slaufan kostar kr. 2.000 og fæst meðal annars í versluninni Hólakaupum á Reykhólum. Um gripinn í ár segir hönnuðurinn Stefán Bogi Stefánsson gull- og silfursmiður:

 

Bleika slaufan 2014 hefur mjúka hringlaga lögun sem vísar til umhyggju og verndar og er bleiki steinninn í enda slaufunnar sem lítil skínandi heillastjarna.

 

Fimmtudagurinn 16. október er sjálfur bleiki dagurinn, en þá hvetur Krabbameinsfélagið landsmenn til að sýna samstöðu með áberandi hætti, klæðast bleiku eftir því sem tök eru á og hafa bleika litinn í fyrirrúmi.

 

Meðal aðildarfélaga Krabbameinsfélags Íslands er Krabbameinsfélag Breiðfirðinga, sem spannar Dalabyggð og Reykhólahrepp. Formaður þess er Jóna Valgerður Kristjánsdóttir í Mýrartungu í Reykhólasveit.

 

Í frétt á ísfirska fréttamiðlinum bb.is kom fram í síðustu viku, að konur á svæði Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða mæti mjög illa í krabbameinsleit. Þess ber að gæta, að enda þótt Reykhólahreppur sé á Vestfjarðakjálkanum heyrir hann undir Heilbrigðisstofnun Vesturlands og er þess vegna ekki inni í þessari samantekt. Skyldi þetta samt gilda líka hér?

 

Krabbameinsfélag Íslands

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31