8. ágúst 2022 | Sveinn Ragnarsson
Blokk á hjólum
Ferðabíllinn á myndunum sem fylgja, var á tjaldstæðinu við Grettislaug á Reykhólum á dögunum. Á þessum bíl ferðast 17 manns og hafa líklega ekki komið fleiri á einum bíl, að sögn Jóns Kjartanssonar umsjónarmanns tjaldstæðisins. Frá Reykhólum var för hópsins heitið út á Snæfellsnes.
Flesta daga í sumar hefur verið fullt á tjaldstæðinu á Reykhólum og sama má segja um tjaldstæðin á Miðjanesi og í Djúpadal, en á þessum stöðum er afbragðs aðstaða. Um helgar hefur sú staða komið upp að ekki hafa verið nægilega margir rafmagnstenglar á tjaldstæðunum en það flokkast nú sennilega sem lúxusvandamál.