Tenglar

8. ágúst 2022 | Sveinn Ragnarsson

Blokk á hjólum

1 af 2

Ferðabíllinn á myndunum sem fylgja, var á tjaldstæðinu við Grettislaug á Reykhólum á dögunum. Á þessum bíl ferðast 17 manns og hafa líklega ekki komið fleiri á einum bíl, að sögn Jóns Kjartanssonar umsjónarmanns tjaldstæðisins. Frá Reykhólum var för hópsins heitið út á Snæfellsnes.

 

Flesta daga í sumar hefur verið fullt á tjaldstæðinu á Reykhólum og sama má segja um tjaldstæðin á Miðjanesi og í Djúpadal, en á þessum stöðum er afbragðs aðstaða. Um helgar hefur sú staða komið upp að ekki hafa verið nægilega margir rafmagnstenglar á tjaldstæðunum en það flokkast nú sennilega sem lúxusvandamál.

 

 

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Oktber 2023 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31