22. maí 2010 |
Blóm, grænmeti og kryddjurtir á Reykhólum
Vinafélag Grettislaugar er núna með sitthvað fallegt og líka gott og hollt til sölu í gróðurhúsunum að Görðum á Reykhólum hjá Kristni Bergsveinssyni frá Gufudal. Salan fer fram í dag, laugardag, og á morgun, hvítasunnudag, frá kl. 11 til 13 báða dagana. Á boðstólum eru nokkrar tegundir af sumarblómum og allmargar af matjurtum, svo sem rauðrófur, grænkál, hvítkál, brokkólí og salat. Einnig má þar finna kryddjurtirnar steinselju, basilíku og kóríander.
Ekki er víst að myndin sem hér fylgir, fengin af Wikipediu, passi alls kostar við úrvalið hjá Vinafélagi Grettislaugar ...