14. júní 2013 | vefstjori@reykholar.is
Blómaganga í Ólafsdal á Degi hinna villtu blóma
Í Dölum er komin hefð fyrir blómagöngu á Degi hinna villtu blóma, sem er núna á sunnudag, 16. júní, og fer Halla Steinólfsdóttir í Ytri-Fagradal fyrir göngunni eins og áður. „Mér þætti vænt um að sjá nágranna mína með í göngu,“ segir Halla og beinir þar orðum til fólks í Reykhólahreppi. Að þessu sinni verður farið frá skólahúsinu í Ólafsdal kl. 14 og gengið niður að tóvinnuhúsinu og aftur að skólahúsinu.
Frítt er í gönguna og allt áhugafólk um villt blóm velkomið með í för. Klæðnaður í samræmi við veður.
Sjá nánar: