15. janúar 2014 | vefstjori@reykholar.is
Blótið á Reykhólum annan laugardag
Þorrablót Reykhólahrepps verður haldið í íþróttahúsinu á Reykhólum laugardaginn 25. janúar, á öðrum degi þorra, og undirbúningur kominn á fullan skrið. Lionsklúbburinn sér um matinn en hljómsveitin Span leikur fyrir dansi. Ekki er gefið upp frekar venju hver semur og flytur annálinn. Miðaverð er það sama og í fyrra eða kr. 5.500 í forsölu og kr. 6.000 við innganginn. Opnað er fyrir miðapantanir í dag, miðvikudag. Aldurstakmark er 18 ár.
Þorrablótsnefndina skipa Steinunn Rasmus, Sveinn Hallgrímsson, Styrmir Sæmundsson, Hjalti Hafþórsson, Sandra Rún Björnsdóttir, Katla Tryggvadóttir, Andrea Björnsdóttir og Ásta Sjöfn Kristjánsdóttir.
Fylgist með á Facebook-síðu blótsnefndarinnar: Þorrablót Reykhólahrepps.