Tenglar

17. janúar 2017 | Umsjón

Blótið er alveg að bresta á

Þorrablótið árvissa í íþróttahúsinu á Reykhólum verður haldið núna á laugardagskvöld, 21. janúar, annan dag þorramánaðar. Lionsdeildin í Reykhólahreppi annast matinn að venju. Að loknum skemmtiatriðum leikur hljómsveitin Sue fyrir dansi. Eitthvað ætti fólk í Reykhólahreppi að kannast við einhverja í þeirri ágætu stórsveit, að minnsta kosti Óskar Valdimarsson og gestasöngvarann Ólaf Braga Halldórsson (Lolla) frá Gilsfjarðarmúla (sjá hér myndir).

 

Hægt er að panta miða í síma eða sms hjá Árnýju (848 4090) og Lovísu (869 9436), í tölvupósti (arnyhuld@hotmail.com eða lollan83@hotmail.com) eða í skilaboðum á Facebook. Síðasti skráningardagur er í dag, þriðjudag 17. janúar. Forsala verður kl. 17-18 á fimmtudag, 19. janúar (miðinn kostar kr. 5500 í forsölu).

 

Húsið verður opnað á slaginu 19.30 og borðhald hefst rúmum hálftíma seinna.

 

Þorrablótsnefndina í ár skipa Artúr, Árný, Áslaug, Hallfríður, Helga, Hjalti, Lovísa og Unnsteinn.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Desember 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31