Tenglar

20. janúar 2016 |

Blótsnefndin leikur listir sínar í Grettislaug

Þorrablótsnefndin 2016.
Þorrablótsnefndin 2016.

Þorrablót Reykhólahrepps er alveg að bresta á, verður í íþróttahúsinu á Reykhólum á laugardagskvöld. Í dag, miðvikudag, er síðasti dagurinn til að panta miða hjá blótsnefndarkonunum Ingibjörgu Birnu (896 3629) og Ólafíu (861 3633). Þorramaturinn verður í höndum Lions undir stjórn Ingvars Samúelssonar matráðs en hljómsveitin Glæstar vonir frá Bíldudal spilar á ballinu. Húsið verður opnað kl. 19.30 og borðhald hefst kl. 20.30.

 

Sjá nánar hér um miðaverð og forsölu annað kvöld, blótsnefndina og fleira.

 

Fyrir utan myndina sem hér fylgir má hérna sjá myndskeið þar sem þorrablótsnefndin leikur ýmsar hundakúnstir í og við Grettislaug, að því er virðist í skjóli nætur. Ef gleðskapurinn á sjálfu blótinu verður eitthvað í líkingu við það, ja þá verður það nú eitthvað.

 

Þorrablótið 2016 á Facebook

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30