17. nóvember 2008 |
Boðað til málþings um ferðamál
Málþing um ferðamál verður haldið á Bíldudal á laugardag á vegum atvinnumálanefndar Vesturbyggðar. Enda þótt yfirskriftin sé ferðamál í Vesturbyggð á þingið erindi við allt suðursvæði Vestfjarðakjálkans og þar á meðal Reykhólahrepp. Málþingið er öllum opið og eru þeir sem stunda ferðaþjónustu á svæðinu og aðrir sem áhuga hafa hvattir til að koma og taka þátt í störfum þess.
Nánari upplýsingar gefur Magnús Ólafs Hansson, verkefnastjóri á Patreksfirði, í netpósti og í síma 490 2301.
Dagskrá þingsins (pdf-skjal).