Tenglar

24. mars 2015 |

Boðið í heimsókn á byggðasafnið á Laugum

Laugar í Sælingsdal.
Laugar í Sælingsdal.

Félagi eldri borgara í Dalabyggð og Reykhólahreppi er boðið í heimsókn á Byggðasafn Dalamanna að Laugum í Sælingsdal kl. 13.30-16 núna á fimmtudag, þann 26. mars. Þar verður stutt leiðsögn um safnið og sögustund. Á eftir er kaffi og með því á vegum félagsins og kostar það 500 krónur. Þetta má telja gott tækifæri að heimsækja safnið í góðum félagsskap.

 

Af skiljanlegum ástæðum er heimsókn þessi með fyrirvara um færð og veður. Núna á þriðjudegi verða horfurnar að teljast þokkalega góðar.

 

Félag eldri borgara í Dalabyggð og Reykhólahreppi er opið 60 ára og eldri og líka mökum þó að þeir séu yngri. Margvísleg fríðindi fylgja félagsaðild, svo sem afsláttur hjá mörgum verslunum og þjónustufyrirtækjum, afsláttur af bensíni og fleira. Sjá nánar hér.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30