Boðsbréf til íbúa Reykhólahrepps
Norður & Co býður öllum íbúum Reykhólahrepps í opnunarhóf eða risgjöld saltvinnslunnar við Reykhólahöfn þriðjudaginn 17. september kl. 17. Efnt verður til matarveislu þar sem gestum býðst að bragða á fjölbreyttum réttum ásamt Norður salti, fyrstu afurð fyrirtækisins. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, mun heiðra samkomuna og opna vinnsluna formlega. Þá taka við svolítil ræðuhöld og síðan verður almenn skemmtidagskrá.
Norður & Co
Garðar Stefánsson
Søren Rosenkilde
Hrefna, rijudagur 10 september kl: 14:58
Áhugavert er að fyrirtækislógóið selji einnig hugmyndir um konur og kvenleika.