Tenglar

24. mars 2011 |

Boðuð breyting á jarðalögum „bein aðför að bændum“

Landssamtök landeigenda á Íslandi lýsa þungum áhyggjum vegna hugmynda sem starfshópur landbúnaðarráðherra hefur sett fram um breytingu á jarðalögum og varða ábúðarskyldu á jörðum. Samtökin benda á, að nóg er til af ræktanlegu landi á Íslandi, gagnstætt því sem er í Danmörku og Noregi sem vinnuhópur landbúnaðarráðherra kýs að nefna til samanburðar. „Hér er því engin ástæða til að óttast um að fæðuöryggi sé stefnt í hættu vegna þess að skortur sé á landrými til landbúnaðar“, segir í tilkynningu frá samtökunum.

 

Stjórn samtakanna fjallaði um málið á fundi sínum 16. mars í tilefni af yfirlýsingu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra á nýafstöðnu Búnaðarþingi. Ráðherrann sagði þar, að nú á vorþingi yrði lagt fram frumvarp til breytinga á jarðalögum, samið af ráðherraskipuðum starfshópi - þar áttu landeigendur ekki fulltrúa - „einkum til að formfesta skynsamlega landnýtingu með tilliti til fæðuöryggis þjóðarinnar“, eins og það var orðað.

 

„Þá vilja landssamtökin minna á, að stutt er síðan jarðalögin voru endurskoðuð og að ekki hefur með nokkrum hætti verið sýnt fram á nauðsyn til breytinga, hvað þá afturhvarf til fortíðar og forræðishyggju. Vonandi kemur aldrei sá tími aftur, þegar bændur vilja bregða búi, að þeir geti einungis selt eignarjörð sína fyrir sambærilegt verð og tveggja herbergja íbúð í Reykjavík kostar.

 

Verði ábúðarskylda á jörðum lögfest á Íslandi munu bújarðir vafalaust falla verði og því er lagabreyting í þá veru þannig bein aðför að bændum og öðrum jarðeigendum. Jafnframt er minnt á að margar jarðir eru nýttar m.a. af eigendum nágrannajarða og gera þannig búskap á þeim jörðum mögulegan.

 

Ef markmiðið með lagabreytingunni er að auðvelda nýliðun í bændastétt er hvorki sanngjarnt eða eðlilegt að það sé gert á kostnað landeigenda einna heldur á kostnað samfélagsins alls.

 

Landssamtök landeigenda vara við því að eigendur bújarða verði settir á klafa átthagafjötra með því að rýra verðgildi jarða þeirra með vanhugsaðri lagasetningu.“

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Oktber 2024 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31