Tenglar

18. febrúar 2022 | Sveinn Ragnarsson

Böðvar Jónsson fjallar um hitt og þetta

Böðvar Jónsson
Böðvar Jónsson

Böðvar Jónsson er mörgum hér af góðu kunnur eftir að hafa varið kröftum sínum við skógrækt í Skógum liðlega 4 áratugi. Hann ætlar að deila með lesendum þessarar síðu hugrenningum sínum og er fyrsti pistillinn kominn. Hann er hér, undir sjónarmið.

Böðvar segir þar meðal annars: 

Kæru sveitungar
Mig langar að kynna mig til leiks hér á heimasíðunni ykkar

sem farfugl, sem kemur á vorin til Skóga en hverfur

á haustin austur á bóginn til annarra heimkynna.

Þegar sólin fer að hækka á lofti fer eitthvað innra með mér

að ókyrrast, ekki eftir því að komast til sólarlanda,

heldur í Þorskafjörðinn að Skógum.


Það sem mig langar að gera er að senda pistla og myndir

um hitt og þetta, sem safnast hefur í sarpinn á liðnum árum

með það í huga að vekja athygli ykkar á því sem sjá má í Skógum bæði smátt og stórt, gamalt og nýtt, og þar
ber fyrir augu og eyru.


Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Jl 2024 »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31