Tenglar

2. desember 2013 | vefstjori@reykholar.is

Bók Jóa í Skáleyjum rifin út

Jói í Skáleyjum les upp í Konnakoti.
Jói í Skáleyjum les upp í Konnakoti.

Gróa, minninga- og kvæðabók Jóhannesar Geirs Gíslasonar í Skáleyjum á Breiðafirði (Jóa í Skáleyjum), kom úr prentun á föstudag. Stór sending kom í Hólakaup á Reykhólum þá um nóttina en um hádegi var hún uppseld. Þann dag las Jói upp úr bókinni á jólamarkaðinum í Króksfjarðarnesi. Í gær las hann upp að áttatíu manns viðstöddum í Konnakoti við Hverfisgötu, félagsheimili Barðstrendingafélagsins í Reykjavík. Að sögn hefur mæting þar aldrei verið eins góð og urðu sumir að standa.

 

Ný sending kemur væntanlega í Hólakaup á morgun.

 

Bókin hefur að geyma margvíslegar minningar úr Skáleyjum og frá eyjalífinu á Breiðafirði ásamt ýmsu bundnu máli. Myndina sem hér fylgir tók Jóhanna Fríða Dalkvist í Konnakoti í gær.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30