Tenglar

3. mars 2012 |

Bókasafnið á Reykhólum á (kjöt)súpufundi

Annar súpufundurinn í nýrri lotu verður á þriðjudagskvöld í matsal Reykhólaskóla. Að þessu sinni verður kynning á Héraðsbókasafni Reykhólahrepps, nýjum, rúmgóðum og notalegum húsakynnum í gamla íþróttasalnum í Reykhólaskóla, ýmsum nýjungum sem undanfarið hafa litið dagsins ljós í starfi safnsins og öðru sem væntanlega er á döfinni. Súpufundurinn er að þessu sinni rammíslenskur kjötsúpufundur og súpuna tilreiðir að venju Steinar í Álftalandi.

 

Fundurinn hefst með súpunni kl. 18.30 og kostar hún 800 krónur. Í lokin verður fólki boðið að líta inn á bókasafnið sem síðan verður opið til kl. 21.

 

Súpufundir til kynningar á fyrirtækjum og starfsemi í Reykhólahreppi voru haldnir mánaðarlega í fyrravetur eða frá því í september og fram í apríl á liðnu vori. Í þeirri lotu sem hófst fyrir mánuði eru þeir fyrsta þriðjudaginn í hverjum mánuði fram í ágúst.

 

► 19.01.2012  Bókasafnið: Myndefni í boði og myndefni óskast

► 01.12.2011  Bókasafnið opnað í gamla leikfimisalnum - myndir

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30