Tenglar

29. nóvember 2011 |

Bókasafnið á Reykhólum opnað í nýjum húsakynnum

Héraðsbókasafn Reykhólahrepps verður opnað á ný á fimmtudag, 1. desember. Sem fyrr er safnið til húsa í Reykhólaskóla en núna hefur því verið komið fyrir í gamla íþróttasalnum. Af þessu tilefni er fólki boðið að koma í heimsókn á fimmtudaginn milli kl. 14 og 16 en þá verður starfið í vetur kynnt og nýjungar sem safnið stendur fyrir. Klukkan 14.30 verður sögustund fyrir krakkana þar sem lesin verður skemmtileg jólasaga. Piparkökur og jólaöl verða í boði. Bókavörður er Harpa Eiríksdóttir.

 

Harpa segist hlakka til að sjá sem flesta og minnir fólk jafnframt á að skila bókum sem fengnar voru að láni fyrir lokun safnsins á gamla staðnum á sínum tíma.

 

Laugardaginn 3. desember verður opið kl. 10-12 og kl. 11 verður lesið fyrir börnin. Síðan verður safnið opið á mánudögum kl. 15-17 og miðvikudögum kl. 13-15.

 

Miðvikudaginn 21. desember (síðasta afgreiðsludag fyrir jól) verður það frávik, að opið verður kl. 13-18. Lokað verður annan í jólum þó að það sé mánudagur. Síðan verður opið 28. desember eins og venjulega.

 

 

Afgreiðslutími bókasafnsins eftir áramót

  • Mánudaga kl. 15-17.
  • Miðvikudaga kl. 13-15.
  • Fyrsta laugardag í hverjum mánuði kl. 10-12 og lesið fyrir börnin kl. 11.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30