20. maí 2014 | vefstjori@reykholar.is
Bókasafnið opið í kvöld - reglur munu breytast
Sumartími er genginn í garð á Héraðsbókasafni Reykhólahrepps, sem er til húsa í skólanum á Reykhólum. Safnið verður opið kl. 19-21 á þriðjudagskvöldum í sumar og þar með í fyrsta sinn núna í kvöld. Þó verður lokað vegna sumarleyfa dagana 17. júní, 5. ágúst og 12. ágúst.
Safnið vinnur nú að því að koma öllum bókakosti sínum í Gegni, þar sem fólk mun geta leitað á netinu að bókum á safninu. Þegar þeirri vinnu er lokið munu koma strangari útlánsreglur þar sem safnið mun hafa sömu reglur eins og önnur söfn í Gegni.
Viðskiptavinir sem eru með bækur í vanskilum eru minntir á að skila þeim.
Nánari upplýsingar varðandi bókasafnið og útleigu til fundahalda