Tenglar

1. desember 2011 |

Bókasafnið opnað í gamla leikfimisalnum - myndir

Harpa les um jólasveinana í nýjum húsakynnum bókasafnsins.
Harpa les um jólasveinana í nýjum húsakynnum bókasafnsins.
1 af 7

„Þetta var mjög skemmtilegur dagur og margir gestir“, segir Harpa Eiríksdóttir bókavörður, en Héraðsbókasafn Reykhólahrepps var opnað í dag með hátíðlegum hætti í nýjum húsakynnum eftir nokkuð langan umþóttunartíma. Enn er safnið að vísu í Reykhólaskóla en núna hefur því verið komið fyrir í gamla leikfimisalnum. „Svo verður gaman að sjá hversu margir koma núna á laugardagsmorguninn og nýta sér þann nýja tíma“, segir Harpa. Auk hinna tveggja föstu daga í hverri viku verður safnið opið fyrsta laugardag í hverjum mánuði kl. 10-12. Þá verður líka sögustund fyrir börnin.

 

Þegar bókasafnið var opnað í dag voru piparkökur og drykkjarföng á boðstólum og Harpa las um jólasveinana þrettán fyrir um 25 krakka sem komu. Um tug bóka sem höfðu orðið innlyksa hjá fólki þegar safninu var lokað á gamla staðnum var skilað.

 

Afgreiðslutími bókasafnsins verður framvegis þessi:

          Mánudaga kl. 15-17.

          Miðvikudaga kl. 13-15.

          Fyrsta laugardag í hverjum mánuði kl. 10-12 og lesið fyrir börnin kl. 11.

 

Miðvikudaginn 21. desember (síðasta afgreiðsludag fyrir jól) verður það frávik, að lengur verður opið en venjulega eða kl. 13-18. Lokað verður annan í jólum þó að það sé mánudagur.

  

Myndirnar sem hér fylgja tók Ingibjörg Birna Erlingsdóttir í dag.

 

Sjá jafnframt Bókasafnið í dálkinum Stofnanir hér hægra megin á síðunni.

 

Athugasemdir

Þóra Mjöll Jensdóttir, laugardagur 03 desember kl: 15:55

til hamingju :D

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Oktber 2024 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31