Tenglar

21. október 2014 | vefstjori@reykholar.is

Bókmennta- og ljóðavika í Strandabyggð

Ísfirski rithöfundurinn Eiríkur Örn Norðdahl. Ljósm. Jóhann Páll Valdimarsson.
Ísfirski rithöfundurinn Eiríkur Örn Norðdahl. Ljósm. Jóhann Páll Valdimarsson.

Vikan 17.-23. nóvember verður bókmennta- og ljóðavika í Strandabyggð. Á dagskrá verður m.a. bókakaffi, Auðbók verður til og efnt verður til ljóða- og smásagnakeppni. Hver sem er má leggja til framlag eða framlög í keppnina. Skilafrestur er til 20. nóvember og því ekki seinna vænna að hefja skrifin. Dómnefndina skipa Bára Örk Melsted, Eiríkur Örn Norðdahl og Andri Snær Magnason.

 

„Auðbók er bók sem verður auð í byrjun en verður auðug í endann. Auð bók mun ganga á milli manna og skrifar, teiknar eða yrkir hver eins mikið og hann lystir,“ segir hér á vef Strandabyggðar, þar sem jafnframt má lesa meira um bókmenntavikuna.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31