Bókmennta- og ljóðavika í Strandabyggð – dagskráin
Hólmavík breytist í Bókavík vikuna 17.-23. nóvember, þegar haldin verður Bókmennta- og ljóðavika á Ströndum. Hugmyndina að hátíðinni fengu nokkrir unglingar í Strandabyggð, en tilgangurinn er að fagna ljóðum og bókmenntum. Dagskráin fer hér á eftir og geta þar allir aldurshópar fundið eitthvað við sitt hæfi. Allir eru viðburðirnir gjaldfrjálsir nema annað komi fram.
Myndin er fengin af ljósmyndavef Jóns Halldórssonar á Hólmavík.
Mánudagurinn 17. nóvember
- Leikskóli Bókadagur hjá yngstu íbúunum.
- Grunnskóli Yndislestur í 10 mínútur í upphafi dags.
- Sundlaug Hljóðbók í pottinum fyrir alla aldurshópa. Kl. 17-18.
- Bókasafn Hvað á ég að lesa? Nokkrir segja frá sínum uppáhaldsbókum og gefa þér hugmyndir að lestri vikunnar. Kl. 19.30.
- Leikfélagið Opinn samlestur á leikritum í Grunnskólanum kl. 18.
- Fjósið, ungmennahús Bókahringur fyrir alla, sérstaklega þá sem lesa lítið. Kl. 20-23.
- Sauðfjársetur „Með hálfum huga ýti ég flekanum mínum úr vör“ – upplestur og fróðleikur um ritstörf Guðbjargar á Broddanesi. Kvöldkaffi kl. 21-22, vöffluhlaðborð og kakó. Verð kr. 1.000 fyrir 13 ára og eldri, kr. 600 fyrir yngri.
Þriðjudagurinn 18. nóvember
- Grunnskóli Yndislestur í 10 mínútur í upphafi dags.
- Sundlaug Hljóðbók í pottinum fyrir alla aldurshópa. Kl. 17-18.
- Bókasafn Opinn hljóðnemi kl. 19.30. Áhugasömum gefst kostur á að lesa upp eigin ljóð og sögur og hlýða á aðra.
- Ozon Lestrarhestaþema. Opið fyrir alla kl. 20, bókakaffihús og upplestur.
Miðvikudagurinn 19. nóvember
- Leikskóli Upplestur í leikskólanum kl. 10, opið fyrir alla.
- Grunnskóli Yndislestur í 10 mínútur. Opið hús í skólanum kl. 13-14 þar sem nemendur kynna afrakstur ljóða- og bókmenntavinnu.
- Gunna fótalausa Gengið á milli ljósastaura og lesið það sem þeir hafa fram að færa. Lagt af stað frá Þróunarsetrinu kl. 12.05.
- Félag eldri borgara Upplestur á Sjúkrahúsinu kl. 14.
- Sundlaug Hljóðbók í pottinum fyrir alla aldurshópa. Kl. 17-18.
- Bókasafn Bókaspa og bókajóga með Röbbu kl. 19.30.
- Leikfélagið Dagskrá á Kaffi Galdri um Stein Steinar kl. 20.
Skilafrestur á ljóðum og smásögum! - tomstundafulltrui@strandabyggd.is
Fimmtudagurinn 20. nóvember
- Grunnskóli Yndislestur í 10 mínútur.
- Sundlaug Hljóðbók í pottinum fyrir alla aldurshópa. Kl. 17-18.
- Bókasafn Upplestur frá Félagi eldri borgara. Kl. 19.30.
- Fjósið, ungmennahús Sýnd verður bíómynd byggð á bók. Kl. 20.
- Kaffi Galdur Andri Snær Magnason sér um kvöldvöku og Íris Björg spilar vel valin lög eftir enn betur valin ljóðskáld! Kl. 20.
Föstudagurinn 21. nóvember
- Grunnskóli Yndislestur í 10 mínútur. Andri Snær Magnason kemur í heimsókn.
- Leikskólinn Ljóðaupplestur með brúðum kl. 10, öll velkomin.
- Sauðfjársetur Leikfélag Hólmavíkur sýnir gamandramað sMaL eftir Arnar Snæberg Jónsson. Húsið opnað 19.30 og kl. 20 verður súpa á boðstólum og sagðar gamansögur af leiksviðinu. Að því loknu verður einþáttungurinn sMaL sýndur, en hann var frumsýndur í sviðaveislunni á dögunum. Kaffi á eftir. Aðgangseyrir kr. 2.000 fyrir 13 ára og eldri, kr. 1.000 fyrir yngri.
Laugardagurinn 22. nóvember
- Gunna fótalausa / Dreifnám FNV á Hólmavík „Það er engin þörf að kvarta, þegar blessuð sólin skín“. Ganga um söguslóðir á Hólmavík. Gengið frá Hafnarbraut 7 (Hólmakaffi) kl. 13. Áð við minnismerkið um skáldið Stefán frá Hvítadal. Gönguferðin krydduð með fróðleik og ljóðum Stefáns.
- Sundlaug Hljóðbók í pottinum fyrir alla aldurshópa. Kl. 17-18
- Auðbók Kvöldvaka í Kirkjuhvamminum kl. 18. Lesið upp úr Auðbókinni, bókinni sem við höfum sameinast um að skrifa undanfarnar vikur. Kertaljós og boðið upp á kakó og piparkökur. Klæðum okkur eftir veðri og njótum þess að hittast og fögnum samstöðunni sem þessi litla bók myndar!
- Finna Hótel Upplestur á vegum Leikfélags Hólmavíkur kl. 20.
Sunnudagurinn 23. nóvember
- Fjósið, ungmennahús Börnum boðið í heimsókn til að hlusta á sögur sem unga fólkið ætlar að flytja. Kl. 13.
- Kaffi Galdur Kaffisala, lokahátíð og verðlaunaafhending. Kl. 15.
Allir atburðir eru gjaldfrjálsir nema annað komi fram. Sjáumst á Bókavík!